Aldursgreining á tönnum nákvæmasta aðferðin: 35 greiningar hér á landi undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 20:15 Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00