Aldursgreining á tönnum nákvæmasta aðferðin: 35 greiningar hér á landi undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 20:15 Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent