Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 11:34 Skjáskot af falsfrétt um Ólaf Jóhann Ólafsson. Falsfréttinni er ætlað að hafa fé af grandalausum Íslendingum. Vísir/Skjáskot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar. Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar.
Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15