Grensásvegur og Hallgrímskirkja Dóra Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:42 Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun