Magnaðir tímar í borginni 6. febrúar 2018 11:00 Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar