Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2018 20:45 Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars. Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45