Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 22:30 Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. Vísir/Hanna Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“ Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira