Handbolti

Nýtt risaáfall fyrir Noru Mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nora Mörk.
Nora Mörk. Vísir/Getty
Norska handboltakonan Nora Mörk hefur síðustu mánuði verið glíma við nettröll og útbreiðslu viðkvæmra mynda af sér en í gærkvöldi kom annarskonar áfall.

Nora vakti mikla athygli þegar hún sagði frá því að brotist hafi verið inn í símann hennar og stolið viðkvæmum myndum. Myndirnar hafa síðan poppað upp á netinu og farið mjög víða þrátt fyrir að Nora og fjölskylda hennar hafi gert allt í valdi sínu til að stoppa það.

Áfallið í gær tengist hinsvegar ekki þessum viðkvæmu myndum eða útbreiðslu þeirra en nú mun reyna mikið á eina af bestu handboltakonum heimsins.

Mörk var í gær að spila með liði sínu Györ á móti Nyköbing Falster í Meistaradeildinni þegar hún lenti illa eftir sextán mínútna leik í seinni hálfleik.

Nora öskraði af sársauka og það var ljóst strax að hún var mikið meidd á hné. Nú er komið í ljós að hún sleit þarna krossband og verður frá keppni í sex mánuði.



Verdens Gang fékk það staðfest frá upplýsingafulltrúa Györ að myndataka hefði sýnt fram á alvarleika meiðslanna.

Nora Mörk staðfesti það líka sjálf inn á Instagram þar sem hún sagði að tímabilið sitt væri búið eins og sést hér fyrir neðan.







Norska handboltasambandið ætlaði að hitta Nora Mörk seinna í þessum mánuði til að reyna að sannfæra hana um að hætta ekki í norska landsliðinu. Hún hafði hótað því eftir að henni fannst sambandið ekki taka á því þegar upp komst að leikmenn karlalandsliðsins væri að dreifa á milli sín myndunum af henni.

Næsta stórmót hjá Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans er EM í Frakklandi í desember. Nora ætti að vera komin til baka fyrir það ef allt gengur upp í endurhæfingunni. Hún þarf hinsvegar að gefa kosta á sér aftur.

Þrátt fyrir meiðslin var Nora Mörk samt markahæst í sínu liði í leiknum í gær með átta mörk.


Tengdar fréttir

Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum

Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×