Handbolti

Nora Mörk tilnefnd sem besta handboltakona heims daginn eftir að hún sleit krossband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nora Mörk.
Nora Mörk. Vísir/Getty
Alþjóðahandknattleiksambandið hefur nú gefið út hvaða handboltakarla og handboltakonur koma til greina í kosningunni á besta handboltafólki heims í ár.

IHF fær handboltasérfræðinga og landsliðsþjálfara til að kjósa þann besta af þessum fimm manna listum sem hafa nú verið gerðir opinberir.

Norska handboltakonan Nora Mörk var tilnefnd en hún sleit krossband í leik í Meistaradeildinni í fyrrakvöld en fékk þær fréttir daginn eftir það áfall að hún komi til greina sem besta handboltakona heims.

Mörgum þótti nú nóg um að heyra fréttirnar af meiðslum Noru Mörk enda hefur hún í allan vetur þurft að lifa mjög erfiða tíma eftir að viðvæmum myndum var stolið úr síma hennar síðasta haust.





Nora Mörk kemur til greina sem besta handboltakona heims ásamt liðsfélaga hennar úr norska landsliðinu, Stine Bredal Oftedal, sem og Cristina Neagu frá Rúmeníu, Isabelle Gulldén frá Svíþjóð og Nycke Groot frá Hollandi.

Hjá körlunum koma síðan til greina Nikola Karabatic frá Frakklandi, Sander Sagosen frá Noregi, þeir Luka Cindric og Domagoj Duvnjak frá Króatíu og loks Andy Schmid frá Sviss.

Nikola Karabatić og Cristina Neagu voru kosin best í fyrra en þau voru bæði þá að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum.

Það eru liðin tíu ár síðan að norska handboltakona var kosin best í heimi en þær Gro Hammerseng-Edin (2007) og  Linn-Kristin Riegelhuth Koren (2008) voru kosnar tvö ár í röð fyrir áratug síðan.





 




Tengdar fréttir

Nýtt risaáfall fyrir Noru Mörk

Norska handboltakonan Nora Mörk hefur síðustu mánuði verið glíma við nettröll og útbreiðslu viðkvæmra mynda af sér en í gærkvöldi kom annarskonar áfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×