Það er mikið um staka jakka, úr glansandi og bróderuðu efni. Buxurnar eru þröngar og settar saman við ökklastígvél. Innblásturinn fyrir línuna fékk Tom frá tveimur stöðum sem hann hefur búið, Los Angeles og London, og er línan skemmtileg samsetning af þeim báðum.
Tom Ford mun sýna kvenfatalínu sína í New York á morgun, þannig það er spurning hversu margar vísanir eða hugmyndir hann er að gefa okkur með því hvernig hún mun líta út.







