Pastellitir og dýramynstur fyrir karlana Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Glamour/Getty Gull, brons og silfur. Snákaskinnsmynstur og sebramynstur. Pastellitir, skærfjólublár og ljósbrúnt frá toppi til táar. Svona eiga karlmenn að klæða sig næsta vetur að mati Tom Ford, sem sýndi herrafatalínu sína á tískuvikunni í New York. Fötin eru þannig sem Tom Ford myndi klæðast sjálfur, og einnig einhver miklu yngri. Þannig nær línan að ná yfir breitt aldursbil og höfðar til margra tískuáhugamanna. Það er mikið um staka jakka, úr glansandi og bróderuðu efni. Buxurnar eru þröngar og settar saman við ökklastígvél. Innblásturinn fyrir línuna fékk Tom frá tveimur stöðum sem hann hefur búið, Los Angeles og London, og er línan skemmtileg samsetning af þeim báðum. Tom Ford mun sýna kvenfatalínu sína í New York á morgun, þannig það er spurning hversu margar vísanir eða hugmyndir hann er að gefa okkur með því hvernig hún mun líta út. Mest lesið Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour Hlín Reykdal gerir nisti fyrir Göngum saman Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Söngkonan Tove Lo klæddist kjól með útsaumuðum eggjastokkum Glamour Litaglöð sýning Marc Jacobs Glamour Ný uppfærsla Instagram auðveldar okkur lífið Glamour
Gull, brons og silfur. Snákaskinnsmynstur og sebramynstur. Pastellitir, skærfjólublár og ljósbrúnt frá toppi til táar. Svona eiga karlmenn að klæða sig næsta vetur að mati Tom Ford, sem sýndi herrafatalínu sína á tískuvikunni í New York. Fötin eru þannig sem Tom Ford myndi klæðast sjálfur, og einnig einhver miklu yngri. Þannig nær línan að ná yfir breitt aldursbil og höfðar til margra tískuáhugamanna. Það er mikið um staka jakka, úr glansandi og bróderuðu efni. Buxurnar eru þröngar og settar saman við ökklastígvél. Innblásturinn fyrir línuna fékk Tom frá tveimur stöðum sem hann hefur búið, Los Angeles og London, og er línan skemmtileg samsetning af þeim báðum. Tom Ford mun sýna kvenfatalínu sína í New York á morgun, þannig það er spurning hversu margar vísanir eða hugmyndir hann er að gefa okkur með því hvernig hún mun líta út.
Mest lesið Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour Hlín Reykdal gerir nisti fyrir Göngum saman Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Söngkonan Tove Lo klæddist kjól með útsaumuðum eggjastokkum Glamour Litaglöð sýning Marc Jacobs Glamour Ný uppfærsla Instagram auðveldar okkur lífið Glamour