Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Gríðarlegt magn berja hefur endað í risavöxnum innkaupakerrum Costco síðan verslunin var opnuð. Vísir/ernir Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00