Teslan mun hendast út úr sólkerfinu eða brenna upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 15:00 Bíllinn með gínu um borð nálgast braut jarðar aftur 1. september 2019 þegar hann verður í sólnánd sporbrautar sinnar. SpaceX Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina. Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina.
Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent