Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 06:32 Það er betra að halda fast í höfuðfötin sín næstu daga. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira