Næring barna í íþróttum Elísabet Margeirsdóttir og Birna Varðardóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2018 11:03 Í vikunni skapaðist umræða um mataræði barna í íþróttum vegna fyrirlesturs sem næringarfræðingur hélt hjá íþróttafélagi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Mynd af glæru úr fyrirlestrinum, sem sýndi mataræði fyrir einn dag hjá íþróttamanni, var dreift á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið skapaðist umræða í fjölmiðlum um hversu óhollt mataræðið væri og margir furðuðu sig á þessum ráðleggingum til barna. Myndinni var hins vegar ætlað að sýna dæmi um mataræði afreksíþróttamanns með mikla orkuþörf, sem auk þess hafði það að markmiði að þyngjast. Íþróttanæring með afreksþjálfun í huga getur verið flókið fyrirbæri. Sú nálgun sem oft er viðhöfð í kringum mikið tímabundið álag felur gjarnan í sér einhæft fæðuval sem fyrst og fremst gengur út á að innbyrða sem mesta orku án sérstaks tillits til hollustu. Slíkt fæði er fjarri ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og á ekki erindi í fræðslu til barna. Mikilvægt er að börn í íþróttum fái bæði matarumhverfi og fræðslu þar sem lögð er rík áhersla á næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt fæði sem styður við eðlilegan vöxt og þroska. Þannig þarf bæði að mæta orkuþörf og tryggja að öll nauðsynleg næringarefni séu til staðar. Hollusta ætti alltaf að vera í fyrirrúmi við gerð ráðlegginga fyrir börn og fullorðna í íþróttum og æskilegt er að miða við almennar ráðleggingar um mataræði frá degi til dags. Í sumum tilfellum þarf að fara framhjá hollustuviðmiðum í ákveðinn tíma, til dæmis með takmörkun trefja og fitu og auknu magni fínunninna kolvetna. Íþróttafólk þarf því stundum að víkja frá almennum heilsufarssjónarmiðum til að tryggja nægilega orkuinntöku. Það getur sérstaklega átt við þegar markmiðið er að hámarka árangur í keppni. Mataræði barna í íþróttum ætti í grunninn að byggja á almennum ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis. Þær eru ætlaðar öllum heilbrigðum einstaklingum frá tveggja ára aldri og áhersla er lögð á að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Höfundar greinarinnar vinna nú að gerð fræðsluefnis um íþróttir og næringu sem gefið verður út af Embætti landlæknis innan skamms. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku- og næringarefni en fullorðnir. Orkuþörf barna sem stunda íþróttir getur því verið mikil og þá þarf að tryggja að borðuð séu matvæli sem eru bæði orku- og næringarrík. Til að tryggja að ungmenni fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er æskilegt að neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum, á borð við sykurríka drykki, sælgæti og sætmeti, sé haldið í verulegu lágmarki. Við mikið æfingaálag ásamt ófullnægjandi mataræði er hætta á að börn og unglingar taka ekki út eðlilegan þroska. Þá skapast neikvætt orkujafnvægi sem hamlar vexti hjá báðum kynjum, seinkar kynþroska, veldur niðurbroti á vöðvum og eykur líkur á meiðslum. Jafnframt getur ónæg orkuinntaka samhliða stífri þjálfun orsakað tíðateppu (e. amenorrhea) hjá stúlkum. Tiltæk orka er þá nýtt til að vinna úr æfingaálagi en ferli vaxtar og þroska sitja á hakanum. Íþróttaæfingar eru gjarnan eftir skóla á virkum dögum og þá getur það gerst að langur tími líði milli máltíða. Þá er gott ráð að hafa bita sem veitir orku meðferðis til að grípa í áður en æfing hefst. Líði langur tími frá því æfingu lýkur og þar til kvöldmatur er borðaður er auk þess æskilegt að börn og ungmenni borði næringarríkan bita fljótlega að lokinni æfingu. Það vill stundum gerast að æfingar séu á kvöldverðartíma. Í þeim tilvikum skiptir máli að borða vel fyrri hluta dags, til dæmis góðan hádegisverð og millimáltíð um miðjan daginn. Gott er að miða við að borða kolvetnaríka en auðmeltanlega máltíð eða snarl t.d. brauðsneið með hollu áleggi eða ávöxt 1-3 klukkutímum fyrir æfingu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Slíkt er best að gera með því að tryggja aðgengi að hollum valkostum auk þess sem eldri iðkendur og þjálfarar geta verið mikilvægar fyrirmyndir. Heilsuskilaboð og fræðsla til á barna á vegum íþróttafélaga þarf einnig að vera áreiðanleg, einföld og uppbyggileg. Þar sem veitingar eru seldar í tengslum við íþróttaæfingar og viðburði ætti eingöngu að bjóða upp á holla og næringarríka valkosti. Jafnframt er æskilegt að dregið sé sem mest úr auglýsingaáreiti og markaðssetningu á óhollum matvörum þar sem börn stunda æfingar eða keppni. Þannig tryggja íþróttafélög að iðkendur fái ekki misvísandi heilsuskilaboð í tengslum við íþróttaiðkun sína.Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Birna Varðardóttir meistaranemi í íþróttanæringarfræði við Maastricht Háskóla í Hollandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Tengdar fréttir Næringarfræðingur segir umtalaða glæru tekna úr samhengi Ólafur Sæmundsson hélt fyrirlestur fyrir unga knattspyrnuiðkendur í vikunni en mikil umræða hefur skapast vegna glæru sem hann sýndi. 8. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skapaðist umræða um mataræði barna í íþróttum vegna fyrirlesturs sem næringarfræðingur hélt hjá íþróttafélagi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Mynd af glæru úr fyrirlestrinum, sem sýndi mataræði fyrir einn dag hjá íþróttamanni, var dreift á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið skapaðist umræða í fjölmiðlum um hversu óhollt mataræðið væri og margir furðuðu sig á þessum ráðleggingum til barna. Myndinni var hins vegar ætlað að sýna dæmi um mataræði afreksíþróttamanns með mikla orkuþörf, sem auk þess hafði það að markmiði að þyngjast. Íþróttanæring með afreksþjálfun í huga getur verið flókið fyrirbæri. Sú nálgun sem oft er viðhöfð í kringum mikið tímabundið álag felur gjarnan í sér einhæft fæðuval sem fyrst og fremst gengur út á að innbyrða sem mesta orku án sérstaks tillits til hollustu. Slíkt fæði er fjarri ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og á ekki erindi í fræðslu til barna. Mikilvægt er að börn í íþróttum fái bæði matarumhverfi og fræðslu þar sem lögð er rík áhersla á næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt fæði sem styður við eðlilegan vöxt og þroska. Þannig þarf bæði að mæta orkuþörf og tryggja að öll nauðsynleg næringarefni séu til staðar. Hollusta ætti alltaf að vera í fyrirrúmi við gerð ráðlegginga fyrir börn og fullorðna í íþróttum og æskilegt er að miða við almennar ráðleggingar um mataræði frá degi til dags. Í sumum tilfellum þarf að fara framhjá hollustuviðmiðum í ákveðinn tíma, til dæmis með takmörkun trefja og fitu og auknu magni fínunninna kolvetna. Íþróttafólk þarf því stundum að víkja frá almennum heilsufarssjónarmiðum til að tryggja nægilega orkuinntöku. Það getur sérstaklega átt við þegar markmiðið er að hámarka árangur í keppni. Mataræði barna í íþróttum ætti í grunninn að byggja á almennum ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis. Þær eru ætlaðar öllum heilbrigðum einstaklingum frá tveggja ára aldri og áhersla er lögð á að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Höfundar greinarinnar vinna nú að gerð fræðsluefnis um íþróttir og næringu sem gefið verður út af Embætti landlæknis innan skamms. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku- og næringarefni en fullorðnir. Orkuþörf barna sem stunda íþróttir getur því verið mikil og þá þarf að tryggja að borðuð séu matvæli sem eru bæði orku- og næringarrík. Til að tryggja að ungmenni fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er æskilegt að neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum, á borð við sykurríka drykki, sælgæti og sætmeti, sé haldið í verulegu lágmarki. Við mikið æfingaálag ásamt ófullnægjandi mataræði er hætta á að börn og unglingar taka ekki út eðlilegan þroska. Þá skapast neikvætt orkujafnvægi sem hamlar vexti hjá báðum kynjum, seinkar kynþroska, veldur niðurbroti á vöðvum og eykur líkur á meiðslum. Jafnframt getur ónæg orkuinntaka samhliða stífri þjálfun orsakað tíðateppu (e. amenorrhea) hjá stúlkum. Tiltæk orka er þá nýtt til að vinna úr æfingaálagi en ferli vaxtar og þroska sitja á hakanum. Íþróttaæfingar eru gjarnan eftir skóla á virkum dögum og þá getur það gerst að langur tími líði milli máltíða. Þá er gott ráð að hafa bita sem veitir orku meðferðis til að grípa í áður en æfing hefst. Líði langur tími frá því æfingu lýkur og þar til kvöldmatur er borðaður er auk þess æskilegt að börn og ungmenni borði næringarríkan bita fljótlega að lokinni æfingu. Það vill stundum gerast að æfingar séu á kvöldverðartíma. Í þeim tilvikum skiptir máli að borða vel fyrri hluta dags, til dæmis góðan hádegisverð og millimáltíð um miðjan daginn. Gott er að miða við að borða kolvetnaríka en auðmeltanlega máltíð eða snarl t.d. brauðsneið með hollu áleggi eða ávöxt 1-3 klukkutímum fyrir æfingu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Slíkt er best að gera með því að tryggja aðgengi að hollum valkostum auk þess sem eldri iðkendur og þjálfarar geta verið mikilvægar fyrirmyndir. Heilsuskilaboð og fræðsla til á barna á vegum íþróttafélaga þarf einnig að vera áreiðanleg, einföld og uppbyggileg. Þar sem veitingar eru seldar í tengslum við íþróttaæfingar og viðburði ætti eingöngu að bjóða upp á holla og næringarríka valkosti. Jafnframt er æskilegt að dregið sé sem mest úr auglýsingaáreiti og markaðssetningu á óhollum matvörum þar sem börn stunda æfingar eða keppni. Þannig tryggja íþróttafélög að iðkendur fái ekki misvísandi heilsuskilaboð í tengslum við íþróttaiðkun sína.Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Birna Varðardóttir meistaranemi í íþróttanæringarfræði við Maastricht Háskóla í Hollandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Næringarfræðingur segir umtalaða glæru tekna úr samhengi Ólafur Sæmundsson hélt fyrirlestur fyrir unga knattspyrnuiðkendur í vikunni en mikil umræða hefur skapast vegna glæru sem hann sýndi. 8. febrúar 2018 11:30
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar