Ferðamannaborgin Reykjavík – kafli 2 Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:09 Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun