Til skoðunar að setja hluta Sæbrautar í stokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 11:50 Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, á sviði. Vísir/Hanna Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00
Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00
Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18