Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur skilur að fólk gagnrýnir háar akstursgreiðslur en það kosti einfaldlega að hafa þingmenn sem koma af landsbyggðinni. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira