Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 08:49 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00