Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 11:15 Deilan snerist um ráðgjöf vegna kaupa á hlut í Ölgerðinni. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Dómsmál Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Dómsmál Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira