Stund með Gunnari Kvaran og Hauki Guðlaugssyni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 10:30 Gunnar ætlar meðal annars að tala um mátt manneskjunnar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt, í Dómkirkjunni á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm Við köllum þetta stund með tali og tónum,“ segir Gunnar Kvaran um viðburð í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, klukkan fjögur. Þar ætlar hann, ásamt Hauki Guðlaugssyni organista, að leika ljúfa tónlist milli þess sem hann talar um það sem hann kallar andleg málefni. Hvað skyldi felast í því? „Þetta eru hugleiðingar um mál sem ég hugsa mikið um dags daglega,“ svarar hann og nefnir fyrsta umræðuefnið sem verður um hinn tæknivædda heim, kosti hans og galla. Annað fjallar um samskipti manna og varðveislu mennskunnar. „Svo tala ég um mátt manneskjunnar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ segir hann og heldur áfram. „Mér finnst alltof fáir gera sér grein fyrir hvað þeir eru miklir áhrifavaldar. Með því er ég í raun að undirstrika hvað manneskjur eru dýrmætar og því er svo mikilvægt að þeim takist að nýta líf sitt á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Máttur bænarinnar er Gunnari líka ofarlega í huga. „Bænir sem beinast að einni manneskju, fjölskyldu eða heilli þjóð eru andlegt afl því þegar fólk biður frá hjartanu þá er það orka sem heldur áfram að vera til,“ segir Gunnar og bætir við að þeir Haukur organisti muni brjóta upp þessar hugleiðingar með fallegri tónlist sem allir geti skilið. „Við spilum verk eftir Bach, Pablo Casals og Schubert,“ lýsir Gunnar og segir um klukkustundar langa dagskrá að ræða í heildina. Með stundinni í Dómkirkjunni kveðst Gunnar í raun vera að fara inn á nýjar brautir. „Ég hef auðvitað oft haldið tónleika þar sem ég segi frá tónlistinni og höfundum hennar en þarna er ég að blanda saman tónlist og öðrum hugðarefnum. Þetta er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Dómkirkjan tók vel á móti mér þegar ég bar þessa hugmynd undir forráðamenn þar og ef vel gengur á morgun er aldrei að vita nema framhald verði á.“gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við köllum þetta stund með tali og tónum,“ segir Gunnar Kvaran um viðburð í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, klukkan fjögur. Þar ætlar hann, ásamt Hauki Guðlaugssyni organista, að leika ljúfa tónlist milli þess sem hann talar um það sem hann kallar andleg málefni. Hvað skyldi felast í því? „Þetta eru hugleiðingar um mál sem ég hugsa mikið um dags daglega,“ svarar hann og nefnir fyrsta umræðuefnið sem verður um hinn tæknivædda heim, kosti hans og galla. Annað fjallar um samskipti manna og varðveislu mennskunnar. „Svo tala ég um mátt manneskjunnar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ segir hann og heldur áfram. „Mér finnst alltof fáir gera sér grein fyrir hvað þeir eru miklir áhrifavaldar. Með því er ég í raun að undirstrika hvað manneskjur eru dýrmætar og því er svo mikilvægt að þeim takist að nýta líf sitt á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Máttur bænarinnar er Gunnari líka ofarlega í huga. „Bænir sem beinast að einni manneskju, fjölskyldu eða heilli þjóð eru andlegt afl því þegar fólk biður frá hjartanu þá er það orka sem heldur áfram að vera til,“ segir Gunnar og bætir við að þeir Haukur organisti muni brjóta upp þessar hugleiðingar með fallegri tónlist sem allir geti skilið. „Við spilum verk eftir Bach, Pablo Casals og Schubert,“ lýsir Gunnar og segir um klukkustundar langa dagskrá að ræða í heildina. Með stundinni í Dómkirkjunni kveðst Gunnar í raun vera að fara inn á nýjar brautir. „Ég hef auðvitað oft haldið tónleika þar sem ég segi frá tónlistinni og höfundum hennar en þarna er ég að blanda saman tónlist og öðrum hugðarefnum. Þetta er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Dómkirkjan tók vel á móti mér þegar ég bar þessa hugmynd undir forráðamenn þar og ef vel gengur á morgun er aldrei að vita nema framhald verði á.“gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira