Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira