Laugar keyptar fyrir tæpan hálfan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Hótel Edda, dótturfélag Icelandair-hótelanna, hefur selt gistingu á Laugum í Sælingsdal á sumrin. Stefnt er að lengri opnun. vísir/gar Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf