Hvetja konur til að klæðast svörtu 31. janúar: „Við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 12:15 Fyrirmyndin kemur að utan en konur vöktu athygli fyrir samstöðu sína á Golden Globe verðlaununum í janúar. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“ MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“
MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira