Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira