Gæti prentað raunveruleg líffæri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:00 Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira