Félagið Grandier, í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, hefur jafnframt aukið lítillega við hlut sinn í A-hluta fyrirtækisins og á nú 8,9 prósenta eignarhlut.
Þá hefur Volta, félag Kjartans Arnar Ólafssonar, selt allan eins prósents hlut sinn í A-flokki fjölmiðlafyrirtækisins og Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365, minnkað hlut sinn úr 1,3 í 0,6 prósent.

Sjóðurinn Auður I, sem er í rekstri Kviku fjárfestingarbanka, eignaðist 14,5 prósenta hlut í 365 miðlum við sameiningu 365 og fjarskiptafélagsins Tals árið 2014. Fjölmargir einka- og fagfjárfestar lögðu sjóðnum til fjármagn en á meðal stærstu eigenda hans eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi lífeyrissjóður.
Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.