Fín frammistaða á La Manga þrátt fyrir tap Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt 14. landsliðsmark í leiknum gegn Noregi í gær. vísir/eyþór „Fyrstu viðbrögð eru bara jákvæð. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum mótherja. Hugarfarið var gott og við spiluðum á köflum vel. Það var gott að geta gefið leikmönnum tækifæri. Þetta var langt frá því að vera fullkomið en ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 2-1 tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar frá upphafi. Ísland fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir íslenska liðinu yfir með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í hennar 90. landsleik. Hún fékk gott tækifæri til að skora annað í fyrri hálfleik en Cecilie Fiskerstrand, markvörður Noregs, varði frá henni. Norðmenn sóttu meira í leiknum en íslenska vörnin hélt lengst af ágætlega og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu. Hún kom þó engum vörnum við þegar Synne Sofie Jensen jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir laglega norska sókn. Jensen var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hún skoraði sigurmark Noregs eftir mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur í vörn Íslendinga. „Það er 23. janúar, leikmenn voru þreyttir og erfitt að framkvæma tæknilega hluti. Ákvarðanatökur og annað slíkt hefðu mátt vera betri,“ sagði Freyr aðspurður hvað íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í gær. „Það er aukaatriði í stóru myndinni. Ég var búinn að tala um það við þær að þetta væri tíminn til að láta reyna á sig, gera mistök og þroskast.“ Fimm nýliðar komu við sögu í íslenska liðinu í gær. Áðurnefnd Anna Rakel var í byrjunarliðinu og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir komu inn á sem varamenn. Anna Rakel, sem var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA á síðasta tímabili, lék allan leikinn sem vinstri kantbakvörður. Henni er ætlað að veita Hallberu Gísladóttur samkeppni um þá stöðu. „Anna Rakel gerði mistök í öðru markinu en það er eitthvað sem hún fær að komast upp með núna og lærir af því,“ sagði Freyr. „Hallbera hefur verið ein um þessa stöðu í lengri tíma. Anna Rakel er mjög efnileg og vonandi nær hún að taka skref fram á við og setja pressu á Hallberu. Að sama skapi ýtir þetta vonandi við Hallberu að halda áfram að vera í fremstu röð, sem ég efast ekki um að hún geri.“ Freyr stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að fylla skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig. Dagný er barnshafandi og tekur ekki frekari þátt í undankeppni HM 2019. Í leiknum gegn Noregi spilaði Rakel Hönnudóttir í stöðu Dagnýjar og komst vel frá sínu. „Mér fannst hún leysa það mjög vel. Rakel hljóp mikið, staðsetti sig vel og tók bardagann í loftinu þar sem við munum eðlilega sakna Dagnýjar. Rakel er einn af kostunum sem koma til greina og hún tók 90 mínútur í þessu hlutverki í dag [í gær] og gerði það mjög vel,“ sagði Freyr. Með því að færa Rakel inn á miðjuna leysir hann eitt vandamál en fær annað upp í hendurnar. „Rakel var búin að ná góðum tökum á stöðu hægri kantbakvarðar. Maður er að fórna annarri stöðu. Svava [Rós Guðmundsdóttir] og Selma fengu að spreyta sig þar og skiluðu fínu dagsverki.“ Næsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins er hið árlega mót á Algarve á Portúgal. Það stendur yfir frá 28. febrúar til 7. mars. Þar verður Ísland í riðli með Danmörku, Japan og Evrópumeisturum Hollands. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara jákvæð. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum mótherja. Hugarfarið var gott og við spiluðum á köflum vel. Það var gott að geta gefið leikmönnum tækifæri. Þetta var langt frá því að vera fullkomið en ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 2-1 tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar frá upphafi. Ísland fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir íslenska liðinu yfir með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í hennar 90. landsleik. Hún fékk gott tækifæri til að skora annað í fyrri hálfleik en Cecilie Fiskerstrand, markvörður Noregs, varði frá henni. Norðmenn sóttu meira í leiknum en íslenska vörnin hélt lengst af ágætlega og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu. Hún kom þó engum vörnum við þegar Synne Sofie Jensen jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir laglega norska sókn. Jensen var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hún skoraði sigurmark Noregs eftir mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur í vörn Íslendinga. „Það er 23. janúar, leikmenn voru þreyttir og erfitt að framkvæma tæknilega hluti. Ákvarðanatökur og annað slíkt hefðu mátt vera betri,“ sagði Freyr aðspurður hvað íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í gær. „Það er aukaatriði í stóru myndinni. Ég var búinn að tala um það við þær að þetta væri tíminn til að láta reyna á sig, gera mistök og þroskast.“ Fimm nýliðar komu við sögu í íslenska liðinu í gær. Áðurnefnd Anna Rakel var í byrjunarliðinu og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir komu inn á sem varamenn. Anna Rakel, sem var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA á síðasta tímabili, lék allan leikinn sem vinstri kantbakvörður. Henni er ætlað að veita Hallberu Gísladóttur samkeppni um þá stöðu. „Anna Rakel gerði mistök í öðru markinu en það er eitthvað sem hún fær að komast upp með núna og lærir af því,“ sagði Freyr. „Hallbera hefur verið ein um þessa stöðu í lengri tíma. Anna Rakel er mjög efnileg og vonandi nær hún að taka skref fram á við og setja pressu á Hallberu. Að sama skapi ýtir þetta vonandi við Hallberu að halda áfram að vera í fremstu röð, sem ég efast ekki um að hún geri.“ Freyr stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að fylla skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig. Dagný er barnshafandi og tekur ekki frekari þátt í undankeppni HM 2019. Í leiknum gegn Noregi spilaði Rakel Hönnudóttir í stöðu Dagnýjar og komst vel frá sínu. „Mér fannst hún leysa það mjög vel. Rakel hljóp mikið, staðsetti sig vel og tók bardagann í loftinu þar sem við munum eðlilega sakna Dagnýjar. Rakel er einn af kostunum sem koma til greina og hún tók 90 mínútur í þessu hlutverki í dag [í gær] og gerði það mjög vel,“ sagði Freyr. Með því að færa Rakel inn á miðjuna leysir hann eitt vandamál en fær annað upp í hendurnar. „Rakel var búin að ná góðum tökum á stöðu hægri kantbakvarðar. Maður er að fórna annarri stöðu. Svava [Rós Guðmundsdóttir] og Selma fengu að spreyta sig þar og skiluðu fínu dagsverki.“ Næsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins er hið árlega mót á Algarve á Portúgal. Það stendur yfir frá 28. febrúar til 7. mars. Þar verður Ísland í riðli með Danmörku, Japan og Evrópumeisturum Hollands.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira