Íslendingar geta mætt risaliðum í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 07:30 Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira