Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:00 Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira