Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:00 Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira