Heilsuhraustir eldri borgarar í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 25. janúar 2018 07:00 Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar