Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2018 10:15 27 hreyflar eldflaugarinnar voru gangsettir á skotpalli fyrirtækisins í Flórída en eldflauginni sjálfri var haldið niðri. SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX prófuðu í gær hreyfla Falcon Heavy eldflaugarinnar, sem ætlað er að koma mönnum út í geim og mögulega til tungslsins og til Mars. 27 hreyflar eldflaugarinnar voru gangsettir á skotpalli fyrirtækisins í Flórída en eldflauginni sjálfri var haldið niðri. Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. Tafir hafa orðið á eldflaugaskotinu og meðal annars vegna stöðvunar á rekstri stjórnvalda Bandaríkjanna.Falcon Heavy hold-down firing this morning was good. Generated quite a thunderhead of steam. Launching in a week or so. pic.twitter.com/npaqatbNir — Elon Musk (@elonmusk) January 24, 2018 Falcon Heavy er um það bil tvisvar sinnum kröftugri en næst kröftugasta eldflaugin sem notast er við í dag. Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota. Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973.Sjá einnig: Öflugasta eldflaug heimsins prófuð SpaceX birti einnig myndband af tilrauninni.Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins. SpaceX Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX prófuðu í gær hreyfla Falcon Heavy eldflaugarinnar, sem ætlað er að koma mönnum út í geim og mögulega til tungslsins og til Mars. 27 hreyflar eldflaugarinnar voru gangsettir á skotpalli fyrirtækisins í Flórída en eldflauginni sjálfri var haldið niðri. Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. Tafir hafa orðið á eldflaugaskotinu og meðal annars vegna stöðvunar á rekstri stjórnvalda Bandaríkjanna.Falcon Heavy hold-down firing this morning was good. Generated quite a thunderhead of steam. Launching in a week or so. pic.twitter.com/npaqatbNir — Elon Musk (@elonmusk) January 24, 2018 Falcon Heavy er um það bil tvisvar sinnum kröftugri en næst kröftugasta eldflaugin sem notast er við í dag. Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota. Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973.Sjá einnig: Öflugasta eldflaug heimsins prófuð SpaceX birti einnig myndband af tilrauninni.Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins.
SpaceX Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira