Becker gjaldþrota og vill selja bikara upp í skuldir en veit ekki hvar þeir eru Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 15:45 Boris Becker átti einu sinni þennan bikar. vísir/getty Fyrrverandi tenniskappinn og stórmeistarinn Boris Becker er búinn að týna fimm af sex bikurum sem hann fékk fyrir að vinna risamót á sínum glæsta ferli. BBC greinir frá. Becker vann Wimbledon-mótið þrívegis, opna ástralska tvisvar sinnum og opna bandaríska meistaramótið einu sinni en titlunum safnaði hann frá 1985-1996. Hann var á sínum tíma besti tennisleikari heims samkvæmt styrkleikalistanum. Þjóðverjinn var úrskurðaður gjaldþrota í júní á síðasta ári og vill nú selja bikarana sem hann fékk fyrir að vinna risamótin til að borga upp eitthvað af sínum skuldum. Gallin er að hann veit ekki hvar þeir eru. „Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem sér um gjaldþrotaskipti hans. Hann á bikarinn sem hann fékk fyrir að vinna opna bandaríska meistaramótið en leitað er að þeim sem hann fékk fyrir að vinna opna ástralska og öllum þremur Wimbledon-bikurunum. Forsvarsmenn enska, þýska, franska og ástralska tennissambandsins hafa fengið fyrirspurn frá þeim sem sjá um málefni Beckers en enginn veit hvar bikararnir eru staðsettir. Becker hefur starfað í viðskiptum og í fjölmiðlum síðan að hann lagði spaðann á hilluna. Þá var hann þjálfari Novak Djokovic frá 2013-2016. Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Fyrrverandi tenniskappinn og stórmeistarinn Boris Becker er búinn að týna fimm af sex bikurum sem hann fékk fyrir að vinna risamót á sínum glæsta ferli. BBC greinir frá. Becker vann Wimbledon-mótið þrívegis, opna ástralska tvisvar sinnum og opna bandaríska meistaramótið einu sinni en titlunum safnaði hann frá 1985-1996. Hann var á sínum tíma besti tennisleikari heims samkvæmt styrkleikalistanum. Þjóðverjinn var úrskurðaður gjaldþrota í júní á síðasta ári og vill nú selja bikarana sem hann fékk fyrir að vinna risamótin til að borga upp eitthvað af sínum skuldum. Gallin er að hann veit ekki hvar þeir eru. „Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem sér um gjaldþrotaskipti hans. Hann á bikarinn sem hann fékk fyrir að vinna opna bandaríska meistaramótið en leitað er að þeim sem hann fékk fyrir að vinna opna ástralska og öllum þremur Wimbledon-bikurunum. Forsvarsmenn enska, þýska, franska og ástralska tennissambandsins hafa fengið fyrirspurn frá þeim sem sjá um málefni Beckers en enginn veit hvar bikararnir eru staðsettir. Becker hefur starfað í viðskiptum og í fjölmiðlum síðan að hann lagði spaðann á hilluna. Þá var hann þjálfari Novak Djokovic frá 2013-2016.
Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira