Beinfundur bendir til þess að menn hafi yfirgefið Afríku fyrr en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 20:38 Átta tennur voru enn fastar í kjálkabeinið sem fannst í helli í Ísrael. Vísir/AFP Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts. Vísindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts.
Vísindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira