Fótbolti

Guðjón fékk grænt ljós á Indlandi og getur spilað um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón í leik með Stjörnunni.
Guðjón í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er kominn með leikheimild á Indlandi og getur byrjað að spila með Kerala Blasters þar í landi, en hann fer þangað á láni frá Stjörnunni.

Garðbæingurinn flaug út í fyrradag þrátt fyrir að óvíst væri hvort hann fengi að spila, en Stjarnan vildi ekki skrifa undir félagaskiptin fyrr en að hún vissi að Guðjón fengi leikheimild á Íslandi þegar að hann snýr aftur í mars.

Nú er búið að gefa grænt ljós á allt saman og var Guðjón kynntur til sögunnar á Twitter-síðu Blasters. Þar er hann sagður hættulegur fyrir framan markið og tekið fram að hann verður fyrsti Íslendingurinn sem spilar í indversku úrvalsdeildinni.

Guðjón getur því spilað á móti Delhi Dynamos á laugardaginn en eftir tólf leiki er liðið í sjöunda sæti með fjórtán stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×