Handbolti

Ísland mætir Litháen í umspili fyrir HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá EM í Króatíu.
Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá EM í Króatíu. Vísir/ernir
Ísland mætir Litháen í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í janúar á næsta ári.

Dregið var í umspilið nú rétt í þessu, en leikirnir munu fara fram í byrjun júní á þessu ári.

Litháen fékk heimavallarrétt í drættinum og fer fyrri leikurinn því fram ytra þann 8. júní. Seinni leikurinn verður svo í Laugardalshöll 12. eða 14. júní.

Nú þegar eru þrjú evrópsk lið komin með þáttökurétt á mótinu, Frakkar sem ríkjandi Heimsmeistarar, Noregur og Þýskaland sem gestgjafar og svo fá ríkjandi Evrópumeistarar sæti á mótinu, en það ræðst á morgun hvort það verði Spánverjar eða Svíar.

Umspil fyrir HM 2019:

Serbía - Portúgal

Litháen - Ísland

Tékkland - Rússland

Slóvenía - Ungverjaland

Hvíta-Rússland - Austurríki

Makedónía - Rúmenía

Holland - Silfurliðið á EM (Spánn eða Svíþjóð)

Noregur - Bosnía eða Sviss

Króatía - Svartfjallaland

Upptöku frá drættinum má sjá hér að neðan








Fleiri fréttir

Sjá meira


×