Við hljótum að vera áhættufíklar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2018 09:45 Anna Máfríður og Sólrún hlakka til að túlka hin nýju lög Speights í Norræna húsinu á morgun og takast líka á við flóknari verk. Vísir/Anton Brink Leikandi ljóð er yfirskrift tónleika Sólrúnar Bragadóttur sópran og Önnu Málfríðar Sigurðardóttur píanóleikara í Norræna húsinu á morgun sem hefjast klukkan 15.15 og tilheyra samnefndri tónleikaröð. „Þetta verða í allt tuttugu og tvö lög sem við berum á borð,“ segir Anna Málfríður og nefnir fyrst sex lög sem þær stöllur ætla að frumflytja eftir tónskáldið John Speight. „Speight samdi þessi lög, að beiðni okkar, við ljóð Þorsteins Valdimarssonar skálds og við hlökkum til að túlka þau því tónmálið er svo fallegt. John Speight stillir sig inn á ljóð Þorsteins og dregur fram efni þeirra, meðal annars náttúrurómantíkina.“ Fleira er að frétta því á dagskránni er líka úrval sönglaga úr lagaflokkum eftir A. Copland, S. Barber, D. Argento og E. Granados, auk nokkurra laga Respighi. Þau eru ekki öll jafn einföld og auðmelt eftir því sem Anna Málfríður lýsir. „Flutningurinn reynir verulega á okkur Sólrúnu, sérstaklega lögin eftir Copland og Barber því í þeim er samspilið milli okkar mjög flókið. (Hlæjandi) Þetta er hættuspil. Við hljótum að vera áhættufíklar í eðli okkar.“ Hún segir efnisskrána spanna allan tilfinningaskalann og þar sé bæði rómantík og dramatík. Í síðarnefnda flokknum tekur hún sem dæmi verk um fólk í sjávarháska. „Þar finnum við fyrir öldunum og angistinni.“ En lög Johns Speight eru aðgengileg og vega upp á móti hinum, að sögn Önnu Málfríðar. „Líka lög Granados. Þó þau fjalli um sorglegt efni þá eru þar afskaplega fallegar og ljóðrænar línur þannig að við erum ekki með allt prógrammið á sama hápunkti erfiðleikanna – sem betur fer.“ Hafið þið flutt þessi verk áður? „Nei, veistu, við erum að flytja þetta allt í fyrsta skipti. Það er áskorun enda er nauðsynlegt fyrir listamenn að teygja sig aðeins út fyrir þægindarammann og reyna alltaf að bæta sig. Ekki vera alltaf að spila sömu, gömlu, góðu lögin sem maður kann og getur spilað blindandi.“ gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikandi ljóð er yfirskrift tónleika Sólrúnar Bragadóttur sópran og Önnu Málfríðar Sigurðardóttur píanóleikara í Norræna húsinu á morgun sem hefjast klukkan 15.15 og tilheyra samnefndri tónleikaröð. „Þetta verða í allt tuttugu og tvö lög sem við berum á borð,“ segir Anna Málfríður og nefnir fyrst sex lög sem þær stöllur ætla að frumflytja eftir tónskáldið John Speight. „Speight samdi þessi lög, að beiðni okkar, við ljóð Þorsteins Valdimarssonar skálds og við hlökkum til að túlka þau því tónmálið er svo fallegt. John Speight stillir sig inn á ljóð Þorsteins og dregur fram efni þeirra, meðal annars náttúrurómantíkina.“ Fleira er að frétta því á dagskránni er líka úrval sönglaga úr lagaflokkum eftir A. Copland, S. Barber, D. Argento og E. Granados, auk nokkurra laga Respighi. Þau eru ekki öll jafn einföld og auðmelt eftir því sem Anna Málfríður lýsir. „Flutningurinn reynir verulega á okkur Sólrúnu, sérstaklega lögin eftir Copland og Barber því í þeim er samspilið milli okkar mjög flókið. (Hlæjandi) Þetta er hættuspil. Við hljótum að vera áhættufíklar í eðli okkar.“ Hún segir efnisskrána spanna allan tilfinningaskalann og þar sé bæði rómantík og dramatík. Í síðarnefnda flokknum tekur hún sem dæmi verk um fólk í sjávarháska. „Þar finnum við fyrir öldunum og angistinni.“ En lög Johns Speight eru aðgengileg og vega upp á móti hinum, að sögn Önnu Málfríðar. „Líka lög Granados. Þó þau fjalli um sorglegt efni þá eru þar afskaplega fallegar og ljóðrænar línur þannig að við erum ekki með allt prógrammið á sama hápunkti erfiðleikanna – sem betur fer.“ Hafið þið flutt þessi verk áður? „Nei, veistu, við erum að flytja þetta allt í fyrsta skipti. Það er áskorun enda er nauðsynlegt fyrir listamenn að teygja sig aðeins út fyrir þægindarammann og reyna alltaf að bæta sig. Ekki vera alltaf að spila sömu, gömlu, góðu lögin sem maður kann og getur spilað blindandi.“ gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira