Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 18:14 Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. Þá var Samúel Jói Björgvinsson dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásina auk þess sem þriðji einstaklingurinn (B), piltur fæddur árið 2000, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm einnig fyrir líkamsárásina. Var dómur hans skilorðsbundinn með hliðsjón af sakaferli hans og ungum aldri. Fjórði maðurinn (A) sem einnig var ákærður í málinu var sýknaður. Anton Örn var sá eini af fjórmenningunum sem ákærður var fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps; hinir þrír voru ákærðir fyrir líkamsárás. Anton Örn lýsti því fyrir dómi að um handrukkun hefði verið að ræða þar sem maðurinn sem hann stakk hafi stolið af sér amfetamíni. Anton Örn taldi hann því skulda sér tvær milljónir króna.Ætlaði ekki að drepa manninn Maðurinn hafi verið gestkomandi í íbúð sem þeir Anton, Samúel Jói og B fóru í til að rukka hann um peningana. Anton Örn lýsti svo atburðarásinni á þennan hátt fyrir dómi að því er fram kemur í dómi héraðsdóms: „Er komið hafi verið að íbúð þeirri er brotaþoli hafi dvalist í, hafi brotaþoli komið til dyra. Hann hafi byrjað með alls konar ,,skæting“ og af stað hafi farið rifrildi, sem farið hafi úr böndum. Hafi ákærði gripið hníf sem hann hafi verið með meðferðis og gert hlut, sem hann hafi ekki ætlað að gera, sem hafi verið að stinga brotaþola með hnífnum í kviðinn. Þetta hafi ekki átt að fara þannig og hvatvísi hans verið um að kenna. Ákærði hafi ákveðið að stinga brotaþola neðarlega. Hafi hann samt ekki hugsað mikið út í stunguna en ekki ætlað að drepa brotaþola og ekki talið líklegt að brotaþoli myndi deyja af völdum stungunnar. Vopnið hafi verið vasahnífur með um 9 til 10 cm blaði. Ákærði vissi ekki hvað hefði orðið um hnífinn eftir stunguna. Kvaðst hann viðurkenna að hafa ekki viljað lýsa hnífnum er tekin var af honum lögregluskýrsla vegna málsins. Ákærði hafi hvorki sparkað eða slegið neinn á staðnum. Þá hafi hann ekki hótað neinum.“ Samúel Jói var ákærður fyrir að veitast að manninum með kassagítar og slá hann með gítarnum. Hann sagðist hafa tekið gítarinn en slegið með honum í átt að brotaþola. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hefði slegið manninn ítrekað með gítarnum í líkamann og byggði það á vitnisburði brotaþola og annars vitnis. Var Samúel Jói því sakfelldur fyrir líkamsárás.Hending að ekki fór verr Varðandi þann lið ákærunnar sem sneri að tilraun til manndráps segir í dómi héraðsdóms að hending hafi ráðið því að ekki fór verr: „Við mat á þessu atriði er til þess að líta að ákærði fór á vettvang vopnaður hnífi í þeim tilgangi að innheimta peningaskuld vegna fíkniefna undir formerkjum ,,handrukkunar“. Samkvæmt því gekk ákærði til þessa verks, í ljósi forsögunnar og þeirra fjárhæða er um ræddi, þess fullmeðvitaður að til átaka myndi líklega koma. Miðað við þann tíma sem ákærðu voru á vettvangi hefur ákærði nánast í beinu framhaldi af því að ákærðu knúðu dyra stungið brotaþola í kviðinn. Samræmist það framburði brotaþola sjálfs, sem bar að ákærði hafi, án orða og um leið og hurð íbúðarinnar var opnuð, stungið brotaþola. Hnífsblaðið hefur verið nærri 10 cm að lengd miðað við að stungan náði um 10 cm inn í kviðinn. Svo sem læknir sá er framkvæmdi skurðaðgerð á brotaþola bar eru stunguáverkar í kvið lífsógnandi því þeir eru nærri stórum slagæðum og stærstu bláæð líkamans. Fari slík æð í sundur eru miklar líkur á að viðkomandi blæði hratt út. Í ljósi þess ofbeldisfulla aðdraganda árásarinnar sem áður er lýst gat ákærða ekki dulist er hann veittist að brotaþola með hnífnum að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni. Var í raun hending að ekki fór verr. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.“Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. Þá var Samúel Jói Björgvinsson dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásina auk þess sem þriðji einstaklingurinn (B), piltur fæddur árið 2000, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm einnig fyrir líkamsárásina. Var dómur hans skilorðsbundinn með hliðsjón af sakaferli hans og ungum aldri. Fjórði maðurinn (A) sem einnig var ákærður í málinu var sýknaður. Anton Örn var sá eini af fjórmenningunum sem ákærður var fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps; hinir þrír voru ákærðir fyrir líkamsárás. Anton Örn lýsti því fyrir dómi að um handrukkun hefði verið að ræða þar sem maðurinn sem hann stakk hafi stolið af sér amfetamíni. Anton Örn taldi hann því skulda sér tvær milljónir króna.Ætlaði ekki að drepa manninn Maðurinn hafi verið gestkomandi í íbúð sem þeir Anton, Samúel Jói og B fóru í til að rukka hann um peningana. Anton Örn lýsti svo atburðarásinni á þennan hátt fyrir dómi að því er fram kemur í dómi héraðsdóms: „Er komið hafi verið að íbúð þeirri er brotaþoli hafi dvalist í, hafi brotaþoli komið til dyra. Hann hafi byrjað með alls konar ,,skæting“ og af stað hafi farið rifrildi, sem farið hafi úr böndum. Hafi ákærði gripið hníf sem hann hafi verið með meðferðis og gert hlut, sem hann hafi ekki ætlað að gera, sem hafi verið að stinga brotaþola með hnífnum í kviðinn. Þetta hafi ekki átt að fara þannig og hvatvísi hans verið um að kenna. Ákærði hafi ákveðið að stinga brotaþola neðarlega. Hafi hann samt ekki hugsað mikið út í stunguna en ekki ætlað að drepa brotaþola og ekki talið líklegt að brotaþoli myndi deyja af völdum stungunnar. Vopnið hafi verið vasahnífur með um 9 til 10 cm blaði. Ákærði vissi ekki hvað hefði orðið um hnífinn eftir stunguna. Kvaðst hann viðurkenna að hafa ekki viljað lýsa hnífnum er tekin var af honum lögregluskýrsla vegna málsins. Ákærði hafi hvorki sparkað eða slegið neinn á staðnum. Þá hafi hann ekki hótað neinum.“ Samúel Jói var ákærður fyrir að veitast að manninum með kassagítar og slá hann með gítarnum. Hann sagðist hafa tekið gítarinn en slegið með honum í átt að brotaþola. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hefði slegið manninn ítrekað með gítarnum í líkamann og byggði það á vitnisburði brotaþola og annars vitnis. Var Samúel Jói því sakfelldur fyrir líkamsárás.Hending að ekki fór verr Varðandi þann lið ákærunnar sem sneri að tilraun til manndráps segir í dómi héraðsdóms að hending hafi ráðið því að ekki fór verr: „Við mat á þessu atriði er til þess að líta að ákærði fór á vettvang vopnaður hnífi í þeim tilgangi að innheimta peningaskuld vegna fíkniefna undir formerkjum ,,handrukkunar“. Samkvæmt því gekk ákærði til þessa verks, í ljósi forsögunnar og þeirra fjárhæða er um ræddi, þess fullmeðvitaður að til átaka myndi líklega koma. Miðað við þann tíma sem ákærðu voru á vettvangi hefur ákærði nánast í beinu framhaldi af því að ákærðu knúðu dyra stungið brotaþola í kviðinn. Samræmist það framburði brotaþola sjálfs, sem bar að ákærði hafi, án orða og um leið og hurð íbúðarinnar var opnuð, stungið brotaþola. Hnífsblaðið hefur verið nærri 10 cm að lengd miðað við að stungan náði um 10 cm inn í kviðinn. Svo sem læknir sá er framkvæmdi skurðaðgerð á brotaþola bar eru stunguáverkar í kvið lífsógnandi því þeir eru nærri stórum slagæðum og stærstu bláæð líkamans. Fari slík æð í sundur eru miklar líkur á að viðkomandi blæði hratt út. Í ljósi þess ofbeldisfulla aðdraganda árásarinnar sem áður er lýst gat ákærða ekki dulist er hann veittist að brotaþola með hnífnum að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni. Var í raun hending að ekki fór verr. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.“Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira