Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna „Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira