Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brúa þarf þriggja ára bil milli örorkuafsláttar og eldri borgara afsláttar hjá Strætó með fiffi. vísir/anton brink „Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira