Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 14:12 Kolbrún telur að samfélagsmiðlar hafi átt stóran þátt í að sögur kvenna úr ýmsum sviðum þjóðfélagsins hafi komið fram. Vísir Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún. MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún.
MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira