Kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ á Facebook: „Þetta MeToo er bara komið í algjört rugl“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. janúar 2018 21:30 Sveinbjörn Guðjohnsen segist ekkert skammast sín fyrir að hafa gefið út músarmotturnar umdeildu. „Myndin var gerð af fúsum og frjálsum vilja, af konum. Þær voru margar sem hringdu og vildu komast á dagatölin í gamla daga fyrir ekki neitt, bara til að fá að vera með. Flottir skrokkar og flottar konur,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. um mynd sem prentuð var á músarmottur sem fyrirtækið hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist ekkert skammast sín fyrir að hafa gefið út þessar mottur. Músarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum en myndin á músarmottunni sýnir þrjár konur standa við afgreiðsluborð, berar að neðan. Myndin umdeilda var tekin inni í bílabúðinni sjálfri og það glittir í Sveinbjörn á myndinni, en hann er maðurinn á bak við dagblaðið. „Þessi mynd er tekin fyrir svona 10-12 árum síðan, þetta eru bara konur sem komu þarna og voru til í að sitja fyrir og skömmuðust sín ekkert fyrir það. Það er ekkert klám þarna, enginn dónaskapur. Þetta eru bara fallegar konur,“ segir Sveinbjörn en hann byrjaði að vinna hjá bílabúðinni aðeins tíu ára gamall og var þá sendill. Sveinbjörn er hæstánægður með þá umræðu sem hefur skapast í kringum músarmotturnar og segir að viðskiptavinir hafi streymt til hans eftir fréttaflutning gærdagsins. „Þetta er alveg æðisleg auglýsing sem er búin að skila sér þarna.“ Fyrirtækið sem var upphaflega stofnað árið 1947 prentaði á fjórða hundrað eintaka af músarmottum sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu og Sveinbjörn segir að upplagið sé ekki alveg búið. „Það streymdi að fólkið í gær og við höfum fengið mikið af e-mailum og annað þar sem verið er að biðja um þetta, í dag og í gær.“ Sveinbjörn hafnar því alfarið að þarna sé verið að hlutgera konur, en margir hafa gagnrýnt myndina á Facebook síðu bílabúðarinnar og sagt að þarna sé verið að gera konur að „hlut“ eða „vöru“. „Hlutgera? Kíktu á dagatalið hjá slökkviliðinu, er verið að hlutgera karla þá? Þetta er gert af fúsum og frjálsum vilja, þá er ekki verið að hlutgera neinn,“ segir Sveinbjörn.Ekkert á móti MeToo en segir það „komið út í rugl“ „Bara svo það komi skýrt fram þá er ég ekkert á móti MeToo og ég virði það alveg í botn, en þetta MeToo er bara komið í algjört rugl. Ég er svo sammála MeToo að öllu leyti nema konur eru búnar að ofgera þessu. Eins og þetta með motturnar, þetta er bara svo lítið mál og allt þjóðfélagið fer á hliðina,“ segir Sveinbjörn. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa gefið bílabúðinni lélega einkunn og skrifað neikvæðar athugasemdir um motturnar á Facebook síðu þeirra síðasta sólarhringinn og Sveinbjörn segir að margar konur hafi skrifað dónalegar og niðrandi athugasemdir og þar með hlutgert hann. Hann tekur sem dæmi að hann hafi meðal annars verið kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ í athugasemdunum. „Þetta er þeim virkilega til skammar. Þetta er konum ekki til uppdráttar og þær eru bara með þessu ljóta tali að láta vita af því hvað er á bak við þetta metoo, það er ekki nein fegurð sko,“ segir Sveinbjörn en hann segist þó taka gagnrýninni vel. „Ef þú skoðar öll þessi orð og tekur saman þá er það bara stórt efni út af fyrir sig hvernig konur eru að hugsa í dag.“ Fjölmargir hafa þó einnig skrifað jákvæðar athugasemdir um bílabúðina og Sveinbjörn segir að hann hafi líka fengið margar jákvæðar athugasemdir frá konum sem finnist þetta of langt gengið. Þá segist hann einnig hafa fengið fjölda símtala. „Ég fæ svo mikið af hringingum frá mönnum sem eru að þakka mér fyrir að þora að segja eitthvað í þessum heimi vegna þess að það er eins og það megi ekki segja neitt eða gera neitt því þá verða konur alveg brjálaðar út af einhverri smá músarmottu sem er saklaus og bara fallegar konur. Þær ættu að vera stoltar af því að sjá þarna fallegar konur.“Þeir bræður stofnuðu saman líkamsræktarstöðina Orkubót í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Orkubót var fyrsta líkamsræktarstöðin sinnar tegundar hér á landi.Morgunblaðið 25. júní 1981Ekki sá eini í fjölskyldunni sem ratað hefur í fjölmiðla Sveinbjörn er ekki sá eini í fjölskyldunni sem vakið hefur athygli í fjölmiðlum í vikunni. Bróðir hans Viðar bauð fram krafta sína í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vakti framboð hans mikla athygli vegna harðlínuhægri viðhorfa hans. Hann er til að mynda þeirrar skoðunar að „dópistar“ eigi ekki að fá hjálp og að velferðarkerfið á Íslandi sé eins og „segulstál“ fyrir íbúa þriðja heims ríkja.Sjá meira: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginEn hvers vegna eru konurnar ekki klæddar að neðan? Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvers vegna konurnar á myndinni á músarmottunni væru ekki klæddar að neðan í þessum erindagjörðum í bílabúðinni og Sveinbjörn segir að þetta sé bara mynd. „Það var nú einn sem ég þekki og dóttir hans spurði að því af hverju þær væru berrassaðar og hann svaraði því að þær ættu bara eftir að klæða sig,“ segir Sveinbjörn glettinn. Sveinbjörn segir að það eigi ekki að gera þessa músarmottu að einhverju „klámdóti“. „Það er mikið bil á milli kláms og fallega skapaðrar konu.“ Að lokum segir Sveinbjörn að það geti vel verið að hann prenti fleiri músarmottur og hlær. MeToo Tengdar fréttir Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
„Myndin var gerð af fúsum og frjálsum vilja, af konum. Þær voru margar sem hringdu og vildu komast á dagatölin í gamla daga fyrir ekki neitt, bara til að fá að vera með. Flottir skrokkar og flottar konur,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. um mynd sem prentuð var á músarmottur sem fyrirtækið hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist ekkert skammast sín fyrir að hafa gefið út þessar mottur. Músarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum en myndin á músarmottunni sýnir þrjár konur standa við afgreiðsluborð, berar að neðan. Myndin umdeilda var tekin inni í bílabúðinni sjálfri og það glittir í Sveinbjörn á myndinni, en hann er maðurinn á bak við dagblaðið. „Þessi mynd er tekin fyrir svona 10-12 árum síðan, þetta eru bara konur sem komu þarna og voru til í að sitja fyrir og skömmuðust sín ekkert fyrir það. Það er ekkert klám þarna, enginn dónaskapur. Þetta eru bara fallegar konur,“ segir Sveinbjörn en hann byrjaði að vinna hjá bílabúðinni aðeins tíu ára gamall og var þá sendill. Sveinbjörn er hæstánægður með þá umræðu sem hefur skapast í kringum músarmotturnar og segir að viðskiptavinir hafi streymt til hans eftir fréttaflutning gærdagsins. „Þetta er alveg æðisleg auglýsing sem er búin að skila sér þarna.“ Fyrirtækið sem var upphaflega stofnað árið 1947 prentaði á fjórða hundrað eintaka af músarmottum sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu og Sveinbjörn segir að upplagið sé ekki alveg búið. „Það streymdi að fólkið í gær og við höfum fengið mikið af e-mailum og annað þar sem verið er að biðja um þetta, í dag og í gær.“ Sveinbjörn hafnar því alfarið að þarna sé verið að hlutgera konur, en margir hafa gagnrýnt myndina á Facebook síðu bílabúðarinnar og sagt að þarna sé verið að gera konur að „hlut“ eða „vöru“. „Hlutgera? Kíktu á dagatalið hjá slökkviliðinu, er verið að hlutgera karla þá? Þetta er gert af fúsum og frjálsum vilja, þá er ekki verið að hlutgera neinn,“ segir Sveinbjörn.Ekkert á móti MeToo en segir það „komið út í rugl“ „Bara svo það komi skýrt fram þá er ég ekkert á móti MeToo og ég virði það alveg í botn, en þetta MeToo er bara komið í algjört rugl. Ég er svo sammála MeToo að öllu leyti nema konur eru búnar að ofgera þessu. Eins og þetta með motturnar, þetta er bara svo lítið mál og allt þjóðfélagið fer á hliðina,“ segir Sveinbjörn. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa gefið bílabúðinni lélega einkunn og skrifað neikvæðar athugasemdir um motturnar á Facebook síðu þeirra síðasta sólarhringinn og Sveinbjörn segir að margar konur hafi skrifað dónalegar og niðrandi athugasemdir og þar með hlutgert hann. Hann tekur sem dæmi að hann hafi meðal annars verið kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ í athugasemdunum. „Þetta er þeim virkilega til skammar. Þetta er konum ekki til uppdráttar og þær eru bara með þessu ljóta tali að láta vita af því hvað er á bak við þetta metoo, það er ekki nein fegurð sko,“ segir Sveinbjörn en hann segist þó taka gagnrýninni vel. „Ef þú skoðar öll þessi orð og tekur saman þá er það bara stórt efni út af fyrir sig hvernig konur eru að hugsa í dag.“ Fjölmargir hafa þó einnig skrifað jákvæðar athugasemdir um bílabúðina og Sveinbjörn segir að hann hafi líka fengið margar jákvæðar athugasemdir frá konum sem finnist þetta of langt gengið. Þá segist hann einnig hafa fengið fjölda símtala. „Ég fæ svo mikið af hringingum frá mönnum sem eru að þakka mér fyrir að þora að segja eitthvað í þessum heimi vegna þess að það er eins og það megi ekki segja neitt eða gera neitt því þá verða konur alveg brjálaðar út af einhverri smá músarmottu sem er saklaus og bara fallegar konur. Þær ættu að vera stoltar af því að sjá þarna fallegar konur.“Þeir bræður stofnuðu saman líkamsræktarstöðina Orkubót í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Orkubót var fyrsta líkamsræktarstöðin sinnar tegundar hér á landi.Morgunblaðið 25. júní 1981Ekki sá eini í fjölskyldunni sem ratað hefur í fjölmiðla Sveinbjörn er ekki sá eini í fjölskyldunni sem vakið hefur athygli í fjölmiðlum í vikunni. Bróðir hans Viðar bauð fram krafta sína í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vakti framboð hans mikla athygli vegna harðlínuhægri viðhorfa hans. Hann er til að mynda þeirrar skoðunar að „dópistar“ eigi ekki að fá hjálp og að velferðarkerfið á Íslandi sé eins og „segulstál“ fyrir íbúa þriðja heims ríkja.Sjá meira: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginEn hvers vegna eru konurnar ekki klæddar að neðan? Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvers vegna konurnar á myndinni á músarmottunni væru ekki klæddar að neðan í þessum erindagjörðum í bílabúðinni og Sveinbjörn segir að þetta sé bara mynd. „Það var nú einn sem ég þekki og dóttir hans spurði að því af hverju þær væru berrassaðar og hann svaraði því að þær ættu bara eftir að klæða sig,“ segir Sveinbjörn glettinn. Sveinbjörn segir að það eigi ekki að gera þessa músarmottu að einhverju „klámdóti“. „Það er mikið bil á milli kláms og fallega skapaðrar konu.“ Að lokum segir Sveinbjörn að það geti vel verið að hann prenti fleiri músarmottur og hlær.
MeToo Tengdar fréttir Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent