Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2018 08:45 Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja seinnipart sumars. Fær hún nafnð Vilborg? Vegagerðin Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu. Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu.
Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira