Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Aron Ingi Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Það er gaman að spássera um Ísafjörð í góðu veðri. Fréttablaðið/Pjetur Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira