Nýtt Íslandsmet slegið í Breiðdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 08:48 Mestu meðalafurðir á nýliðnu ári voru hjá þeim Gróu Margréti og Sigurði á Brúsastöðum í Vatnsdal. Hér eru þau , ásamt kýrinni Kornu sem mjólkar mikið á sínu níunda mjaltaskeiði. Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins. Dýr Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira