Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt í starfi sem formaður starfsmannafélags.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands fyrr í dag en brotin áttu sér stað á árunum 2011 til 2015 en konan var samkvæmt ákæru lögreglustjórans á Austurlandi sökuð um að hafa dregið sér tæplega átta milljónir króna. Alls tók konan 125 sinnum peninga af reikningum starfsmannafélagsins. 92 sinnum millifærði hún peninga af reikningi félagsins yfir á eigin reikning en upphæðirnar voru allt að 230 þúsund krónur.
Átján sinnum millifærði hún af sama reikningi yfir á greiðslukort sitt, mest 178500 krónum í einni færslu. Þá fór hún tíu sinnum í útibú Landsbankans og tók reiðufé út af reikningi starfsmannafélagsins, mest 230 þúsund krónur.
Konan játaði sekt við aðalmeðferð málsins en hún var dæmd til að greiða starfsmannafélagi VHE á Austurlandi skaðabætur upp á 6,6 milljónir króna.
Skilorðsbundin fangelsisvist fyrir fjárdrátt úr starfsmannafélagi

Tengdar fréttir

Formaður starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt
Dró sér um átta milljónir króna á fimm árum.