#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:30 Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu. MeToo Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu.
MeToo Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira