New York stefnir olíufyrirtækjum vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 11:13 Hækkandi yfirborð sjávar ógnar New York og öðrum strandborgum. Yfirvöld þar hafa nú stefnt olíufyrirtækjum vegna ábyrgðar þeirra á hnattrænni hlýnun. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara Loftslagsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara
Loftslagsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira