Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira