Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 16:12 Leikstjórinn Elsa María Jakobsdóttir er ekki sátt við þjónustu Wow Air. Vísir „Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
„Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira